
Hvað er Brúðubíllinn?
- Brúðubíllinn er sögufrægt og vinsælt brúðuleikhús á hjólum sem hefur glatt börn um allt land í áratugi.
- Brúðubíllinn hefur lengi verið ómissandi hluti af Íslenskri barnamenningu.
- Hugmyndin bak við Brúðubílinn er að koma með leiksýningu beint í nærumhverfi barnanna eins og á leikskóla og á öðrum viðburðum
- Börn fá að upplifa skemmtilegar sögur, litríkar brúður, söng, dans og leiklist.
- Í sýningum koma fram frægar persónur eins og Lilli api, Blárefur og Dúskur trúður.
- Brúðubíllinn er frábær leið til að kynna börnum fyrir leiklist á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Við þurfum þína hjálp
Með því að styrkja okkur þá aukum við líkurnar á að koma með sýningar um land allt sumarið 2025